19.9.2008 | 15:05
Stórhættulegt
Maður heyrir oft í fréttum að ófært sé inn í Krossá, margt sé innlyksa, og hætti geti skapast. Er þá ekki kominn tími til að laga veginn og setja brú yfir verstu vatnaföllin, svo að sem flestir geti notið þessa fallega landsvæðis ?
Skólabörnin komin til byggða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Kem til með tjá & tuða um það sem mér býr í brjósti í það og það skipti.
Nýjustu færslur
- 21.1.2010 Snorri og ljósmyndanámskeiðið.
- 12.1.2009 Merkilegt...
- 12.1.2009 Hvaða lykt skyldi finnast hér...
- 21.10.2008 Um leyfi, hm...
- 21.10.2008 Nú förum við í stríð...
- 21.10.2008 Það er vonandi að ...
- 21.10.2008 Nú kæmu sér vel...
- 20.10.2008 Komust ekki alltaf á toppinn...
- 20.10.2008 Nú er lag...
- 20.10.2008 Daglegt brauð...
33 dagar til jóla
KÖNNUN
Átt þú stafræna myndavél ?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
líst nú illa á þessa hugmind hjá þér að brúa inn í Þórsmörk við þessir gömlu sem fórum þarna fysrt innúr í kringum 1968 sjáum þetta svæði kanski í annari sýn en margir þeir yngri, brýr; það er nákvæmlega það sem ferðaskrifstofur vilja til að geta flutt rútufarmana fulla af túristum í stússferðir af stóru skemtiferðaskipunum í og úr mörk- held það vær glapræði að opna mörkina alveg upp á gátt - eigum við ekki frekar að vernda sem mest óspilta náttúruna væri kanski nær að bjóða upp á rútuferðir inn úr og þá frá bænum Mörk og banna einkabíla - en sýnin er náttúrlega misjöfn - kanski að malbika inn Timburvallardal? - Fjörður og Flateyjardal - held ekki
Jón Snæbjörnsson, 19.9.2008 kl. 15:38
Þú verður að fyrirgefa þó ég segi það beint út að þetta er herfileg hugmynd. Það er hluti að upplifuninni að fara slóða og óbrúaðar ár í staðin fyrir uppbyggðan veg og brýr. Það gefur manni þessa tilfinningu að maður sé í alvöru komin út í náttúruna. Það geta allir sem vilja farið í Þórsmörk, það eru daglegar áætlunarferðir á öflugum bílum með reyndum bílstjórum sem þeir sem ekki treysta sér til að aka sjálfir eða eiga ekki bíl sem hentar geta nýtt sér, þannig að það er engin afsökun að fólk geti ekki komist þangað. Flest slys sem hafa orðið þarna hafa orðið vegna kæruleysis og/eða glannaskapar og stundum í bland við áfengisneyslu og brýr koma ekki í veg fyrir það.
Einar Steinsson, 19.9.2008 kl. 16:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.