Týndar heimildir...

Ég hef oft hugsað um það hversu mikið af ýmsum heimildum glatast hér á landi.

En forsaga þessa máls er sú að ég vann um skeið sem hljóðmaður hjá Leikfélagi Akureyrar og stýrði þar hljóði á leiksýningum þess,  m.a. Edith Piaff. Aðeins eru til skriflegar heimildir um þessa sýningu ásamt (eflaust) nokkrum ljósmyndum. Það hefði ekki verið mikið mál að taka upp heila sýningu upp á vídeó með einfaldum tækjum bara til að eiga sem heimild.  Auk þess er mjög fróðlegt og skemmtilegt að sjá "lifandi myndir" af uppfærslum, sjá leikgerð, lýsingu, búninga og fleira sem nýtist vel.  

Kostnaður við þetta er sáralítill, ein stafræn vídeótökuvél á 100 þús.  Punktur og basta. ! Ég er ekki að tala um það að leikfélögin séu með 3 - 5 vídeótökuvélar sem ná öllum sjónarhornum og mikið og flókinn tækjabúnað - nei - bara eina góða vídeótökuvél sem sett er þannig að hún nái öllu sviðinu. Hljóðmaður/ljósamaður kveikir svo á vélinni þegar sýning hefst og slekkur í lok sýningar. Svo einfalt er þetta. !

Ég hef sterkan grun um það að leikhúsin á landinu eigi ekki sínar sýningar á vídíói/DVD sem heimild til komandi kynslóðar. Þetta er tapað ! Er ekki kominn tími til að halda öllu þessu til haga og skikka leikfélögin til að afhenda t.d. Borgarbókasafni eintak af hverri uppfærslu, upp á framtíðina að gera ?

Öllum bóka- og tímaritaútgáfum er skylt að senda Borgarbókasafninu eintak af af sinni útgáfu, ætti ekki leikfélögin að falla undir sama hatt ?

Það væri fróðlegt að vita hvort að einhver leikhús taki upp sýningar til geymslu sem heimild. Ef þú veist um leikhús/leikfélag sem hefur haft vit á því að taka upp og geyma, þá mátt þú alveg koma því að hér....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Áttu einhverjar upptökur frá fjórðu hæðinni við Ráðhústorg 1 ? Var hugsað til þess þegar ég var að ráfa um fyrir Norðan um verslunarmanna helgina

Kjartan Pálmarsson, 19.9.2008 kl. 23:45

2 Smámynd: Pálmi Guðmundsson

Það eiga að vera til eitthvað frá þessum tíma þá sem logg- upptaka. Það þarf að rifja þetta upp einhvern tímann Kjartan og á nokkra með okkur í þetta, Snorra, Þráinn, Ómar, ofl.... Það væri fjör

Pálmi Guðmundsson, 20.9.2008 kl. 02:33

3 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

JÁ FLOTT! Drífum í þessu, það er og hefur verið stemning fyrir því frá því snemma í  sumar

Kjartan Pálmarsson, 21.9.2008 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kem til með tjá & tuða um það sem mér býr í brjósti í það og það skipti.

Höfundur

Pálmi Guðmundsson
Pálmi Guðmundsson

Er Akureyringur í húð og hár og starfa m.a. við námskeiðahald. Er með vefsíðuna www.ljosmyndari.is 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 181020082373
  • 181020082372
  • _DSD8672
  •  DSD5099
  • _DSD6419

KÖNNUN

Átt þú stafræna myndavél ?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband