31.8.2008 | 23:11
Milli lífs og dauða...og fékk ekki MOGGANN
Ég var í heila viku milli lífs og dauða, þ.e.a.s. í nýju og glæsilegu orlofsíbúð á Akureyri sem er staðsett milli Sjúkrahússins og Kirkjugarðsins. Útsýnið yfir Pollinn er mjög gott og þaðan gat ég fylgst eilítið með andarnefjum sem léku listir sínar. Þessi orlofshús eru staðsett við Sunnutröð.
Á leiðinni norður hringdi ég í Moggann og bað um að fá sent blaðið á uppgefið heimilisfang (þ.e.a.s. Sunnutröð), en það var ekki hægt þar sem Mogginn er ekki borinn út í "þetta hverfi" Það er svo langt að fara. En það má geta þess að Naustahverfi er þarna langt fyrir ofan og ég geri ráð fyrir því að áskrifendur fá moggann sinn þar. Ég er áskrifandi að Mogganum... ennþá...
Myndin er tekin úr Orlofshúsinu og sést niður Lækjargil og á Pollinn.
Um bloggið
Kem til með tjá & tuða um það sem mér býr í brjósti í það og það skipti.
Nýjustu færslur
- 21.1.2010 Snorri og ljósmyndanámskeiðið.
- 12.1.2009 Merkilegt...
- 12.1.2009 Hvaða lykt skyldi finnast hér...
- 21.10.2008 Um leyfi, hm...
- 21.10.2008 Nú förum við í stríð...
- 21.10.2008 Það er vonandi að ...
- 21.10.2008 Nú kæmu sér vel...
- 20.10.2008 Komust ekki alltaf á toppinn...
- 20.10.2008 Nú er lag...
- 20.10.2008 Daglegt brauð...
33 dagar til jóla
KÖNNUN
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alltaf gaman á Akureyri.
steinimagg, 1.9.2008 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.